Helga Steffensen hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna í ár fyrir framlag sitt til leiklistar og menningar barna.

Helga hefur stjórnað leikhúsi Brúðubílsins í 35 ár og starfað við Brúðuleikhúsið Leikbrúðuland í fjölda ára.

“Brúðubíllinn hefur frumsýnt 56 leikrit frá árinu 1980 sem mörg hver hafa náð mikilli hylli meðal barna en Helga býr til brúðurnar, handritin og leikmyndina. Brúðubíllinn er á ferð um Stór-Reykjavíkursvæðið í júní og júlí ár hvert á vegum ÍTR og fer einnig um landsbyggðina og er með sýningar víðs vegar um landið, börnum og fullorðnum til ánægju og yndisauka.”