GÓÐIR GESTIR

HEIMSÓKNIR FRÁ FYRIRMYNDUM BARNANNA

Stjórnendur námskeiða og tómstundastarfs sem hafa áhuga á að fá heimsóknir frá góðum gestum og fyrirmyndum eru hvattir til að setja sig í samband við velferðasjóðinn. Sjóðurinn mun fara þess á leit við fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins að heimsækja sumarnámskeið fyrir börn og unglinga. Þetta fólk getur svo miðlað áhugaverðum fróðleik til barnanna á námskeiðunum. Leikarar, íþróttafólk, stjórnmálamenn, tónlistarmenn, fjölmiðlafólk og allt þar á milli. Látið okkur vita hverju þið hafið áhuga á fyrir ykkar námskeið og við munum gera okkar allra besta til að láta það verða að veruleika.