Velferðasjóður barna lagði um 160 milljónir króna til styrktar tómstundastarfi fyrir börn á Íslandi sumarið 2009.
Sjóðurinn úthlutaði styrkinum til ýmiss konar námskeiða fyrir börn og ungmenna hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum og félagasamtökum en markmiðið með úthlutunum var að tryggja jafnan aðgang barna að sumarnámskeiðum.
Annað markmið verkefnisins var að tryggja nemendum í framhaldsskólum vinnu. Námskeiðin voru flest fjölbreytt dagnámskeið þar sem boðið var upp á hollt fæði. Öllum námskeiðum var stjórnað af fullorðnum ábyrgum aðilum.
Styrkurinn náði til um það bil 15 þúsund barna og ungmenna um allt land. Velferðarsjóður styrkti 57 félagasamtök á 30 stöðum á landinu, sem notaðir verða til að niðurgreiða námskeið og tómstundastarf fyrir börn og í flestum tilvikum greiða fyrir máltíðir á meðan á námskeiðum stendur.