Velferðarsjóður barna styrkti verkefnið Ekki Gefast Upp! um 2.8 milljónir á árinu. Hér er Stefán Ólafur Stefánsson forsprakki verkefnisins að taka við styrknum úr hendi Kristínar B. Jónsdóttur framkvæmdastjóra sjóðsins.
Ekki gefast upp! er líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem tilheyra jaðarsettum hópum eða eru að glíma við andlega vanlíðan svo sem þunglyndi, félagsfælni eða kvíða og hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Styrkurinn átti að nýtast til að gera fleiri ungmennum kleift að taka þátt. Haldin voru fjögur námskeið í stað eins vegna styrksins og alls eru núna 60 iðkendur að æfa undir handarjaðri verkefnisins.