Fjöldi fólks sótti málþing Velferðarsjóðs barna 26.mars 2022 sem nefndist Höfum við efni á barnafátækt?

Þar var rætt um hvað myndi kosta að losa öll börn á Íslandi undan fjárhagsáhyggjum?

Málþingið haldið til minningar um Valgerði Ólafsdóttur þroskasálfræðing, stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna sem féll frá í nóvember, síðastliðnum.

Málþingið var haldið í húsi Íslenskrar erfðagreiningar en mörg þúsund manns fylgdust auk þess með beinni útsendingu á netinu.

Málþingið var haldið til minningar um Valgerði Ólafsdóttur sálfræðing og fyrrverandi framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna. Velferðarsjóðurinn gaf fimm milljónir í minningargjöf  til samtakanna Flóttafólk, sem reka athvarfið Griðastað, fyrir flóttafólk frá Úkraínu og barnaathvarf í Guðrúnartúni, þar sem úkraínsk flóttabörn hitta samlanda sína og hægt er að skilja þau eftir í umsjá sjálfboðaliða. Sveinn Rúnar Sigurðsson tók við gjöfinni fyrir hönd samtakanna.

Hér má nálgast upptöku af málþinginu:

https://www.facebook.com/islenskerfdagreining/videos/695545511584111

Höfum við efni á barnafátækt?

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Gylfi Zoega prófessorar við HÍ
Ójöfnuður meðal íslenskra barna – hvaða leiðir eru færar

Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
Tómstundir barna – mismunun

Ásta Þórdís Skjaldal samhæfingarstjóri PEPP
Að alast upp í fátækt

Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur
Eru börn fjárfesting eða útgjöld?

Pallborð – Viljum við að öll börn fái jöfn tækifæri? Og hvað má það kosta?

Katrín Jakobsdóttir

Dagur B. Eggertsson

Rósa Guðbjartsdóttir

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir