Afhverju eru börn rukkuð fyrir leikskóla, skólamáltíðir, tónlistarnám og frístundir?
Hvað myndi kosta að losa öll börn á Íslandi undan fjárhagsáhyggjum? Þetta er umræðuefnið á málþingi Velferðarsjóðs barna, laugardaginn 26. mars, sem nefnist: Höfum við efni á barnafátækt?

Prófessorarnir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Gylfi Zoega, kynna til sögunnar skýrslu sem var unnin fyrir Velferðarsjóðinn um ójöfnuð meðal íslenskra barna. Þetta er í fyrsta sinn sem gini-stuðull barna er fundinn út.

Málþingið er haldið til minningar um Valgerði Ólafsdóttur þroskasálfræðing, stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna sem féll frá í nóvember, í fyrra.

Það er haldið í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 102 Reykjavík og stendur frá 13:00 til 15:00.
Allir eru velkomnir en boðið er uppá kaffiveitingar frá 12.30

Dagskrá

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Gylfi Zoega prófessorar við HÍ
Ójöfnuður meðal íslenskra barna – staða og mögulegar leiðir
Ásta Þórdís Skjaldal samhæfingarstjóri PEPP
Að alast upp í fátækt
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
Tómstundir barna – mismunun hvert leiðir hún
Kolbeinn Stefánsson dósent við félagsráðgjafadeild HÍ
Eru börn fjárfesting eða útgjöld?

Pallborð – Kári Stefánsson stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna stýrir umræðum
Viljum við að öll börn fái jöfn tækifæri? Og hvað má það kosta?

Þátttakendur:
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir prófessor
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði