Nemendur fögnuðu áfanganum með foreldrum eða forráðamönnum og fluttu allir ræðu við tilefnið. Samstarfið er styrkt af Velferðarsjóði barna en sjóðurinn og Dale Carnegie hófu sína vegferð fyrir tæpum tveimur árum og hafa á þeim tíma útskrifað um 100 nemendur í Dale Carnegie-fræðum, þá fyrst og fremst börn á aldrinum 10-12 ára. Þau hafa þó einnig tekið að sér sérverkefni með eldri börnum líkt og í Brúarskóla.
Brúarskóli er skóli fyrir börn með hegðunarvandamál, sem rekja má til ýmissa erfiðleika. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Ragna Klara Magnúsdóttir, umsjónarmaður barna- og unglingasviðs Dale Carnegie, yfir sig ánægð með samstarfið.
Morgunblaðið / Nína Guðrún Geirsdóttir