Krakk­ar á ung­linga­stigi í Brú­ar­skóla út­skrifaðir eft­ir níu vikna nám­skeið á veg­um Dale Car­negie. Lengst til vinstri er Rakel Klara Magnús­dótt­ir, þjálf­ari og sviðstjóri barna- og ung­linga­deild­ar Dale Car­negie. mbl.is/​​Hari
Útskrift hóps nem­enda á ung­linga­stigi í Brú­ar­skóla var með óhefðbundnu sniði í ár. Útskrift­in mark­ar enda­lok níu vikna sam­starfs­verk­efn­is Dale Car­negie og Brú­ar­skóla þar sem mark­miðið er að styrkja og efla sjálfs­mynd og sam­skipta­færni barna í námi.

Nem­end­ur fögnuðu áfang­an­um með for­eldr­um eða for­ráðamönn­um og fluttu all­ir ræðu við til­efnið. Sam­starfið er styrkt af Vel­ferðarsjóði barna en sjóður­inn og Dale Car­negie hófu sína veg­ferð fyr­ir tæp­um tveim­ur árum og hafa á þeim tíma út­skrifað um 100 nem­end­ur í Dale Car­negie-fræðum, þá fyrst og fremst börn á aldr­in­um 10-12 ára. Þau hafa þó einnig tekið að sér sér­verk­efni með eldri börn­um líkt og í Brú­ar­skóla.

Brú­ar­skóli er skóli fyr­ir börn með hegðun­ar­vanda­mál, sem rekja má til ým­issa erfiðleika. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist Ragna Klara Magnús­dótt­ir, um­sjón­ar­maður barna- og ung­linga­sviðs Dale Car­negie, yfir sig ánægð með sam­starfið.

Morgunblaðið / Nína Guðrún Geirs­dótt­ir