Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, fær Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna í á
36 milljónum úthlutað í ár
Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2013 fyrir ötult starf hans í þágu skáklistar sem hluta af skólastarfi. Verðlaununum fylgja kr. 1.000.000 og skulu kr. 500.000 renna til skákstarfsemi í Rimaskóla og kr. 500.000 til Skákskóla Íslands. Alls hefur verið úthlutað 36 milljónum úr Velferðarsjóði barna á árinu 2013 en heildarúthlutun frá stofnun sjóðsins nemur um 750 milljónum króna.
Þetta er í 9. sinn sem Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna eru veitt og afhenti Kári Stefánsson verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Helgi Árnason hlýtur verðlaunin að þessu sinni fyrir ötult starf hans í þágu skáklistar meðal barna og þróun greinarinnar sem hluta af skólastarfi. Gildi skáklistarinnar er óumdeilt í skólastarfi og hefur Rimaskóli tekið þátt í öllum Reykjavíkur og Íslandsmótum frá stofnun skólans og unnið til fjölda verðlauna. M.a. hefur Rimaskóli 6 sinnum orðið Norðurlandameistari og 12 sinnum á árunum 2003-13 tekið þátt í Norðurlandamótum og náð þar einstökum árangri sem enginn annar grunnskóli á Norðurlöndum hefur náð. Helgi átti þátt í stofnun Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands sem halda námskeið fyrir börn sem hafa áhuga á skák. Með ötulu starfi sínu í þágu skáklistarinnar í Rimaskóla hefur han sýnt fordæmi og átt stóran þátt í útbreiðslu þessa mikilvæga námsefnis.
Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu.