Nýir styrkir úr Velferðarsjóði barna til mikilvægra verkefna
Velferðarsjóður barna hefur veitt styrki til sex verkefna sem af er ári með það markmið að auka aðgengi barna að mikilvægum stuðningi og þjónustu, stuðla að félagslegri samheldni og almennt bæta lífsskilyrði barna og fjölskyldna þeirra. Alheimur verkefnið hlaut styrk...
Ekki gefast upp!
Velferðarsjóður barna styrkti verkefnið Ekki Gefast Upp! um 2.8 milljónir á árinu. Hér er Stefán Ólafur Stefánsson forsprakki verkefnisins að taka við styrknum úr hendi Kristínar B. Jónsdóttur framkvæmdastjóra sjóðsins. Ekki gefast upp! er líkamsrækt fyrir börn og...
Flotta fólk fær 3 milljónir
Velferðarsjóður barna veitti þremur milljónum til að styrkja barnastarfið hjá samtökunum Flotta fólk sem aðstoða úkraínskar fjölskyldur á flótta. Það var fyrsta framlagið í landssöfnun samtakanna sem hófst 1. nóvember.
Flóttafólk fékk 5 milljónir á málþingi um barnafátækt
Velferðarsjóður barna gaf fimm milljónir til samtakanna Flóttafólk, sem reka athvarfið Griðastað, fyrir flóttafólk frá Úkraínu og barnaathvarf í Guðrúnartúni, Gjöfin er gefin í minningu Valgerðar Ólafsdóttur en Sveinn Rúnar Sigurðsson tók við gjöfinni fyrir hönd samtakanna.
Höfum við efni á barnafátækt?
Afhverju eru börn rukkuð fyrir leikskóla, skólamáltíðir, tónlistarnám og frístundir?
Hvað myndi kosta að losa öll börn á Íslandi undan fjárhagsáhyggjum? Þetta er umræðuefnið á málþingi Velferðarsjóðs barna, laugardaginn 26. mars, sem nefnist: Höfum við efni á barnafátækt?
Barnamenningarverðlaun 2020 til SÁÁ
Barnastarf SÁÁ fær barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna 2020.
Björgvin Páll fær styrk til forvarnarstarfs
Velferðarsjóður barna hefur ákveðið að styrkja forvarnar- og fræðsluverkefnin Vopnabúrið og Við sem lið sem Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta er að hleypa af stokkunum í grunnskólum í Kópavogi.
Verkfærakista Kvan fær Barnamenningarverðlaunin 2019
Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2019 fær Kvan fyrir námskeiðið verkfærakistuna.
Hverfishetja Breiðholts
Markús Már Efraím hlaut Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2018 fyrir baráttu sína fyrir barnamenningarhúsi í Reykjavík. Markús og hópur mynd- og rithöfunda vill að stofnað verði barnamenningarhús í Reykjavík með sérstaka áherslu á ritlist. Með verðlaununum fylgdi 4 milljóna króna styrkur til að starfrækja rithöfundaskóla í Gerðubergi í Breiðholti.
Sjálfstyrking, tjáning og samskiptahæfni
Velferðasjóður barna veitti um 13 milljónum í að styrkja 200 börn til að sækja námskeið hjá Dale Carnegie á árunum 2016 – 2018. Eitt af markmiðum Velferðarsjóðs barna er að styrkja börn sem koma úr fjárhagslega og félagslega erfiðri stöðu til ýmissa tækifæra sem þeim...